Færsluflokkur: Bloggar

Tekinn

Mynnir óneitanlega á sjónvarpsþætti sem sýndir voru fyrir okkrum árum, "Tekinn", hehe.  Vissulega var Íslanska "efnahagsundrið" mikið undur en ég held að OECD sé að skjóta sig í fótinn með ákúrum á undrið ógurlega núna.

Ekki var nú mikið að marka þá á sínum tíma, er eitthvað að marka þá núna???


mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það skipti bara nokkru máli.

Ef rétt er að nýju bankarnir geti fallið með hækkandi gengi krónunnar þá má alveg efast um að margir vilji að gengið hækki eitthvað verulega.  Bankarnir hafa mjög góð tök á krónunni og geta eflaust "stýrt" genginu, a.m.k að einhverju leiti.

En við erum jú "heppin", fáum háu vextina, háu verðbólguna og gengi krónunnar gerir svo útslagið.  Við erum heppin.


mbl.is Útiloka ekki hækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst gaman að keyra á 200km/h

Það er svo annað mál hvar ég keyri á 200+. Það er nú svo að það er í fullkomnu lagi að keyra hratt ef menn (og konur) gæta þess að gera það löglega.

Ég, og fleiri, hafa fundið staðinn/vettvanginn til slíkrar iðkunar, semsé akstursíþróttir.

Það er nú svo með hraðakstur að honum verður seint hætt.  Að mínu mati er það eina vitræna að stuðla að tilfærslu, færa hraðakstur úr umferðinni inn á lokuð svæði.  Að sumra mati gæti það virkað öfugt, þ.e stuðlað að hraðakstri.  Mín reynsla (af hvoru tveggja því miður) er hins vegar sú að þegar maður er búinn að leika allar sínar helstu hundakúnstir í keppni án þess að þurfa að hugsa um lögguna eða aðra vegfarendur þá er nú ekki mikið gaman að fara að eiga við það aftur, það er náttúrlega ekkert venjulega gaman að keyra á um 200 km/h á þröngum malarvegum.

Ég líki þessu oft við flugmann F16 orrustuþotu, hann gerir hluti á þotunni sem við geturm varla ímyndað okkur.  En hann langar e.t.v ekkert sérstaklega til að reyna einhverjar kúnstir með flugdreka, enda er það hundleiðinlegt miðað við þotuflugið.


mbl.is Áhættufíklar á Geirsnefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ???

Af hverju eru svo margir ungir ökumenn í kappakstri í umferðinni?  Líklegast af því að það er gaman að keyra hratt!  Hitt er svo annað að þa er til staður fyrir þessa menn og það er í akstursíþróttum.

Sá/sú sem keppir í einhverjum slíkum keppnum lærir fljótlega að það er ekki lengur gaman að kepppa á götunum, þar þarf alltaf að hugsa um aukaatriði eins og lögguna, aðra bíla o.fl.  Í alstursíþróttum þarf ekki að hugsa um svoleiðis atriði, bara "standann" flatann og keyra eins og maður getur.  Þannig fæst líka raunveruleg mæling á árangrinum, eitthvað sem erfitt er að framkalla á götunni.

Þó rallý og rallýkross o.fl greinar kalli á breytingar á bílnum með tilheyrandi kostnaði þá eru líka til greinar sem kalla ekki á neinn sérstakann aukakostnað.  Kvartmíla og drift til dæmis.

Einnig er hægt að kaupa tilbúinn bíl í rallýkrossi fyrir 250.000.-.  Fjörið og skemmtunin sem fæst úr því er ófáanleg í umferðinni, það vita allir sem reynt hafa, ég þar á meðal.

Þó sumir séu mótfallnir keppnisbraut sem hægt er að nota fyrir venjulega bíla að auki þá held ég að það myndi draga úr ofsaakstri á götunum.

Ég veit að ég tala fyrir daufum eyrum en tala samt svo ég geti seinna sagt "þetta er ég búinn að segja í langann tíma".  Tilfellið er að þessi umræða hefur aldrei komist á það stig að vera "umræða", aðeins áhróður minnihlutahóps sem í mörgum tilfellum hefur uppgötvað breytingu á eigin hegðun vegna þátttöku í akstursíþróttum.


mbl.is Tekinn á 172 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

44 milljónir punda á viku !!!

Evrópusambandið er ekki eftirlæti breta þessa dagana.  Ég talaði við einn byrgja inna í dag og hann sagði mér að bretar væru flestir orðnir mjög andsnúnir evrópusambandinu.  Þetta bákn virðist vera gagnslaust og þar að auki kostar þetta breta 44 milljónir punda, á viku...

Þetta hljómar fyrir mér eins og miðstýring af stærstu gerð.  Þetta mynnir mig á Sambandið (SÍS).

Annars mátti heyra á honum að bretum þætti mjög miður hvernig komið væri fyrir Íslendingum, vitandi að þeirra sjálfra biðu e.t.v sömu örlög.  E.t.v var það þó bara sagt vegna þess að hann var að tala við Íslending, hver veit???


Fiskurinn í sjónum

Það væri e.t.v þess virði núna að auka kvótann, þó það væri óráðlegt gagnvart fiskistofnunum þá er e.t.v betra að eiga færri fiska í sjónum eftir nokkur ár heldur en að ekki ekkert í öllum fiskinum í sjónum.  Við erum nánast gjaldþrota og þegar talað er um neyðaraðgerðir þá finnst mér rétt að taka þetta með í þá umræðu.

Vinstri stjórn, esb og kreppan

Ég hef nú svo sem engann sérstakann áhuga á esb núna a.m.k.  Vel má vera að þetta sé hið besta mál og sjálfsagt að skoða málið.

Ég hef hins vegar talsverðar áhyggjur af Samfylkingunni, þar á bæ virðast allar áherslur miðast við esb aðild.  Hvað ef það bregst, hvað gerum við þá???

Við eigum e.t.v möguleika á að standa upp af sjálfsdáðum en þá verðum við að vinna ötullega í því.  Við erum jú ekkert nema lítið þorp í henni Evrópu en eigum samt auðlindir á við milljónaþjóðir.

Ég held að Samfylkingin hefði unnið stórsigur (35-40%) ef hún hefði verið meira sannfærandi um áherslur sínar í efnahagsstjórn án esb aðildar því eitt vitum við að aðildarviðræður og samningstilboð eru ekki það sama og innganga.  Ég tel það þó rétt hjá Samfylkingu að aðildarviðræður geri okkur eitthvað gott á alþjóðavettvangi.

---------------------------

Umræðan í sjónvarpi fyrir kosningar.
Mér finnst það forkastanlegt að hátt í helmingur kosninga-sjónvarpsþátta hafi farið í að ræða styrkjamál.  Málið sem slíkt á fullan rétt á umræðu en ég hefði talið að umræða um hagstjórn, bankana, niðurskurð í velferðarkerfinu o.fl hefði átt að fá meiri tíma.  Nei, aðeins var rætt um líklegir stjórnarflokkar voru ósammála um esb (varla rætt um esb sem slíkt) og styrkjamál.  Ég veit að þetta er einföldun en í stórum dráttum var þetta einhvern veginn svona.

---------------------------

Ef viðunandi samningur fæst hjá esb þá verður hann samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu en ef ekki, þá verða kosningar aftur næsta vetur.  Þá verða umræður vonandi ekki eyðilagðar með styrkjamálum eða álíka.  Ég held reyndar að það séu meiri líkur en minni á kosningum næsta vetur, hef ekki trú á því að við séum að ganga í esb og enn minni trú á að núverandi stjórnarflokkar geti haldið okkur á floti.


Skjaldborg um greiðsluerfiðleika

Jæja, þá er tími Jóhonnu kominn og Ögmundur orðinn ráðherra líka.

Nokkur atriði sem ég pikkaði út úr fréttinni og  verð að lýsa undrun á áherslunum, þetta er bullandi vörn til þess eins að hjálpa okkur að fara á hausinn, eða þannig.  A.m.k er ekkert þarna sem fyllir mig jákvæðni og bjartsýni.

Greiðsluaðlögun, ok ég bíð spenntur eftir þessu og ætla ekki að dæma neitt fyrirfram.  Ég hefði samt frekar viljað sjá eitthvað sem gerði fólki fært að standa undir skuldum.

Svo kemur klásúla um að breyta gjaldþrotalögum.  Verður þá enginn gjaldþrota þó hann borgi ekki sínar skuldir, er það málið.

Svo á að gera fólki kleift að taka út séreignasparnað, til að borga skuldir.  Ég  veit ekki, hvað svo ef það dugar ekki, þá getur fólk ekki einu sinni hætt að vinna 67 ára, þarf að vinna fram á grafarbakkann.

Svo er bent sérstaklega á jafnrétti í ríkisstjórninni.  Ég ætla ekki að gagnrýna það en miðað við verkefni stjórnarinnar þá væri ég ekkert að stæra mig af því sem slíku.  Var e.t.v einhverri manneskju meinuð þátttaka því hún var utan "kynjakvóta"?


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Íslandi er engin stjórnarandstaða

Þegar kostð er til alþingis komast þeir flokkar sem ná meirihluta sjálfkrafa í ríkisstjórn.  Líkurnar á að þingflokkar stjórnarmeirihlutanns veiti stjórninni raunverulegt aðhald eru engar, og minnihlutinn er jú bara minnihluti og stjórnin þarf ekki að hafa áhyuggjur af honum eins og við höfum séð gegn um tíðina.  Væri ekki nær að búa til skil milli alþingis og ríkisstjórnar, ég spyr.

Hæfara fólk, takk fyrir... Og endurskoða stjórnskipunina

Ég held að samfélag eins og Ísland þurfi betri stjórnendur.  Ég held líka að við þurfum að veita þeim betra aðhald.

Núna er þetta þannig að við kjósum til alþingis og þeir sem koma best út úr þeim kosningum leiða svo ríkisstjórn, þetta er ekki alslæmt nema að það verður engin stjórnarandstaða til við þetta, hún er alltaf minnihluti og þar með óstarfhæf.  Aðrar aðferðir eru til en ég er e.t.v ekki réttasti maðurinn til að velja eina annari frekar en ég er hrifinn af því að kjósa ríkisstjórn sérstaklega, jafnvel bara forsætisráðherra sem svo velur í ríkisstjórn, svipað og í USA eða Frakklandi.

Í venjulegu fyrirtæki, skulum segja stóru fyrirtæki erlendis, eru æðstu stjórnendur alla jafna mjög hæft fólk.  Ef við ætlum að fá svoleiðis fólk til að stjórna landinu okkar þarf að borga því samkeppnishæf laun.  Það er ekkert spennandi við að vinna á vinnustað sem býður lægri laun og strafsöryggi sem nær bara til fjögurra ára, þá þarf að fara í allkonar leiki til að halda vinnuni.

Ég ætla ekki að tala fólk niður en hvaða menntun og starfsreynslu hafa þorri alþingismanna.  Ég geri ekki þá kröfu á sjálfan mig að ég geti tekið þátt í því sem á að fara fram á alþingi og sama verð ég að segja um marga sem þar eru.

Ég held líka að við þurfum ekki 63 alþingismenn, nær væri að hafa 21 og borga þeim þrisvar sinnum hærri laun eða 1800þúsund í stað 600þúsund (að ég held).  Þá færum við að sjá "öðruvísi"fólk á alþingi innan fárra kjörtímabila.  Þetta gerist sjálfsagt ekki á einni nóttu.

Á stórum tímamótum í lífi okkar notum við stundum tækifærið og breytum fliru en endilega þarf að breyta.  Nú er Ísland á einhverjum stærstu tímamótum sem norræn þjóð hefur staðið frammi fyrir í aldir og því ekki athugandi að endurskipuleggja lýðveldið, allavega ræða vandlega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband