Færsluflokkur: Bloggar
26.11.2009 | 16:23
Skýr skilaboð, við viljum ykkur ekki, þið viljið okkur ekki, HAFNIÐ ÞESSU
Skora á Alþingi að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 17:22
56 milljarðar eru ca 14 þúsund árslaun.
Þegar talað er um skuldir og afskriftir koma iðulega fram stærðir sem eru svo stórar að maðuir áttar sig ekki alveg á þeim.
56 milljarðar eru t.d 14 þúsund (4mkr) árslaun, 1.120 stk 50milljóna einbýlishús, 28þúsund 2milljón króna fjölskyldubílar og ca 56 þúsund tonn af lambakjöti (1.000 kr/kg).
Og 56 milljarðar eru bara hækkunin!
Hækkun Icesave-lána nemur 56 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2009 | 16:55
Eigum við einhverja valkosti aðra en AGS ?
Segir AGS stunda hér efnahagsleg hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2009 | 14:38
Sértu velkomin heim, yfir hafið og heim
, ja, eða bara alls ekki öllu heldur.
Nú væri gott að vera á Ópel, með stöðugleikabúnaði.
Þessi færsla er jafn tilgangslaus og flestar tillögur stjórnarflokkanna.
Ekkert bólar á yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2009 | 13:47
Daníel Sigurðarson keppir í heimsmeistararallinu
Okkar maður, Daníel Sigurðarson, er í þessum töluðu orðum að keyra um breska grundu í kapp við tímann. Honum, og hanns aðstoðarökumanni, Andrew Sankey, gengur vel, þeir eru í 27 sæti þegar 3 leiðir eru búnar. Þeir keppa í flokki "lítið breyttra bíla", s.k Gr.N. Þeir aka á flunkunýjum Mitsubishi Lancer Evolution X. Þess má geta að þeir eru sjö og hálfri mínútu eftir fimmföldum heimsmeistaranum, Sebastiona Loeb.
Enginn Íslendingur hefur staðið svo framarlega í þessari keppnisgrein, í það minnsta frá því ég byrjaði að fylgjast með ralli árið 1991.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á...
Íslensk umfjöllun www.rallysport.blog.is/ og www.lia.is/spjall
Tímar og staða í beinni útsendingu á http://www.wrc.com/latestrally.jsp?lnk=405
Ég er eflaust hlutlægur en ég held að þetta sé eitt stærsta þrekvirki á íþróttasviðinu sem Íslendingur hefur lagt upp í á eigin spýtur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 08:52
Kosningar / Styrkjamál
Ekki eins og ég styðji þessa ríkisstjórn, en ef hún springur er erfitt að sjá neitt annað en kosningar. Þá koma fjölmiðlar, líkt og við sáum fyrir síðustu kosningar, og brenna umræður um hag lands og þjóðar í umræðum um styrkjamál eða eitthvað álíka.
Ég ætla rétt að vona að ef til kosninga kemur þá fái fjölmiðlar fleiri sneiðar líkar þessari svo afstaða almennings mótist af einhverju öðru en gagnslitlum hnútaköstum. Ég er þeirrar skoðunar að ef stjórnin springur þá sé hluti af orsökinni hjá fjölmiðlum, ég er líka þeirrar skoðunar að margt það sem miður hefur farist undanfarna mánuði meigi skrifa á fjölmiðla. Sök sér að fjalla um hlutina, en að brenna megninu af tímanum í umræðu sem flokkast sem smávægileg í samræmi við þau verkefni sem blöstu við eftir síðustu kosningar.
Menn kölluðu þetta aðför að Sjálfstæðsflokknum, sem var þó bara léttvægt við hliðina á hagsmunum Íslensku þjóðarinnar sem sat við skjáinn, lítið fróðari.
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 13:36
Líklega/vonandi átti sýran ekki að ná til Rannveigar sjálfrar
Sýran (lakkeyðirinn) hefur vonandi bara verið borin á bíl Rannveigar í þeim tilgangi einum að eyðileggja lakk á bifreiðinni, ekki skaða Rannveigu sjálfa. Sýra þessi er þykk eins og sýróp og heldur eiginleikum sínum í nokkurn tíma eftir að hún kemst í snertingu við loft.
Þar sem ég hef notað svona lakkeyði fyrir mörgum árum, áður en hann var bannaður, þá leyfir mitt frjóa hugmyndaflug mér að vona að klessa af sýrunni hafi setið í falsi og skvesst þaðan á Rannveigu þegar hún opnaði hurðina. Það er líkleg skýring.
Ég vil bara benda á þennan möguleika sem innlegg í þá umræðu um hvernig þjóð við erum orðin. Ég allavega vona að ekki hafi staðið til að meiða neinn.
Með þessum skrifum er ég samt alls ekki að reyna að réttlæta verknaðinn, alls ekki.
Að lokum óska ég Rannveigu bata og vona að við eigum ekki eftir að sjá fleiri lík tilvik.
Sýra notuð í fleiri árásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2009 | 11:57
Hvað kostar JÁ? meira en ráðherrastól, það er gott.
Ég er hissa á því að Guðfríður Lilja hafi verið boðið ráðherrastól, stendur hún ekki við hlið Ögmundar í ICESAFE málinu? Var e.t.v verið að reyna að kaupa eitt JÁ?
Ég held að Vinstri Grænir séu í hættu sem stjórnmálaafl en sem betur fer er fólki annt um mannorð sitt.
Guðfríður Lilja hafnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 11:45
Sameiningartákn
Ég er sammála Valgeiri í því að Íslendinga vanti sameiningatákn, einhvern/einhverja sem við trystum og styðjum.
Það getur vel verið að núverandi ríkisstjórn sé þetta saminingartákn, hún hefur bara ekki beðið um það frekar en sitthvað annað. Til að fá traust og hylli þarf þjóðin að VITA hvað standi til, hvað eigi að gera og fleira sem varðar hag heimilia og fyrirtækja.
Ég hef lengi mælt með utanþingsstjórn, tel reyndar að hún sé ein helsta forsenda þess að alþingi og ríkisstjórn fái það umhverfi að þau geti notið trausts almennings.
Vilja utanþingsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 11:35
Þjóðstjórn, er það ekki málið!
Ég treysti núverandi ríkisstjórn ekki lengra en ég get kastað bílnum mínum, ég sá fyrri ríkisstjórn klúðra málum og get ekki sagt annað um hana.
Að mínu mati er nánast sama hvaða ríkisstjórnarmunstur við fáum, þau hafa öll sannað sig, óhæf. Eitt stjórnarmynstur hefur þó ekki verið kannað, þjóðstjórn. E.t.v best að prufa það núna. Nú er ekki tími til að fara í kosningar, við þurfum að fá svo margt gert hratt. Já, ég mæli með þjóðstjórn.
Ég hefði hins vegar viljað sjá stjórnarfarinu breytt í svipaða veru og við þekkjum í Ameríku t.d. Þar eru mun skýrari skil milli löggjafarvalds (alþingi) og framkvæmdarvalds (ríkisstjórn). Núna búum við við það að ríkisstjórn getur þvingað fram meirihluta á alþingi, það er meinið sem e.t.v hefur varið svo illa með okkur.
En hvað yfirlýsingu Jóhönnu í fréttinni varðar þá er rétt að benda á að þrælsótti hefur sjaldan gefið vel af sér. Ef henni finnst ekki réttlátt að við borgum þá á hún að taka þannig á því, ekki reyna að réttlæta málið í ósátt við þjóð og sjálfa sig.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar