Mér finnst gaman að keyra á 200km/h

Það er svo annað mál hvar ég keyri á 200+. Það er nú svo að það er í fullkomnu lagi að keyra hratt ef menn (og konur) gæta þess að gera það löglega.

Ég, og fleiri, hafa fundið staðinn/vettvanginn til slíkrar iðkunar, semsé akstursíþróttir.

Það er nú svo með hraðakstur að honum verður seint hætt.  Að mínu mati er það eina vitræna að stuðla að tilfærslu, færa hraðakstur úr umferðinni inn á lokuð svæði.  Að sumra mati gæti það virkað öfugt, þ.e stuðlað að hraðakstri.  Mín reynsla (af hvoru tveggja því miður) er hins vegar sú að þegar maður er búinn að leika allar sínar helstu hundakúnstir í keppni án þess að þurfa að hugsa um lögguna eða aðra vegfarendur þá er nú ekki mikið gaman að fara að eiga við það aftur, það er náttúrlega ekkert venjulega gaman að keyra á um 200 km/h á þröngum malarvegum.

Ég líki þessu oft við flugmann F16 orrustuþotu, hann gerir hluti á þotunni sem við geturm varla ímyndað okkur.  En hann langar e.t.v ekkert sérstaklega til að reyna einhverjar kúnstir með flugdreka, enda er það hundleiðinlegt miðað við þotuflugið.


mbl.is Áhættufíklar á Geirsnefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Doddi kjáni - "done that - been there" -

Af því að ég bjó þetta mótorsport til handa þér og þeim sem á undan þér gengu, gerðu það nú fyrir okkur að halda þér saman og fara nú að gera eitthvað að viti - Þú ert búinn að sanna fyrir sjálfum þér að þú sért geggjaður -Þær sem ekki vita það nú þegar, komast annars að því við útförina þína.  

Hættu þessum hálfvita yfirlýsingum.  Það þarf miklu sterkari karakter til þess að keyra eins og maður og þola "peer pressure" jafnaldranna - heldur en þarf til að standa allt í rauða botni - upp á von og óvon.

Ef einhverjar sellur virka í hausnum á þér, veistu vel að það vantar mikið upp á að þú sért svo pottþéttur driver að - þetta sé ekki bara "death wish" og rússnesk rúlletta sem þú ert að prédika.

Snúðu þér að því að læra að gera eitthvað sem þú raunverulega getur !!

Frumkvöðullinn

Frumkvöðullinn (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:54

2 identicon

Fær engum orðum lýst hvað ég þoli ekki menn eins og Frumkvöðulinn. Réttlætiskenndin alveg að fara með þig. Gerðu það fyrir mig að fara frekar og predika yfir fjölskyldunni þinni, þau eru með sömu gen og þú og ættu að geta þolað þig.

Boggi (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:40

3 identicon

Ég er mjög sammála Þórði þegar að þessu kemur. Það vantar góða staði fyrir akstursíþróttir sem allir hafa aðgang að en ekki bara lokaðir hópar.

Háæruverðugi frumkvöðull:

Ég leyfi mér að efa það að þú hafir fundið upp mótorsport. Þórður má vera geggjaður eða hvað þér finnst. Ekki þekki ég hann en ég sé ekki hvað þú færð út úr svona athugasemdarfærslu á bloggi hjá manneskju sem þú virðist ekki þola.

Solla (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Þórður Bragason

Kæri Frumkvöðull,

Hálffimmtugir karlar eins og ég meiga varla við því að hlægja svona svakalega svo ég verð að biðja þig að skrifa lausar næst.

"peer pressure jafnaldranna", óborganlegt, gersamlega reddaði deginum, takk.

Þórður Bragason, 3.6.2009 kl. 13:07

5 identicon

Hver er þessi frumkvöðull og hvað fær hann út úr því að níða annað fólk ? Hann þarf að fá útrás gagnvart sinni minnimátarkennd og þess má geta þess að kæri frumkvöðull að þú ert að brjóta hegningalög og ritstuld er glæpur og Þórður getur áskilað sér rétt á að kæra málið til lögreglu og láta rekja IP tölvuna þína. Vitlu fara í fangelsi Frumkvöðull ?

No Name (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 19:20

6 identicon

Þórður þú getur kært Frumkvöðullinn til lögreglu fyrir ritstuld og þú hefur vald til þess og þá verður hann handtekinn og fer í fangelsi. Þetta er loser og aumingi og lögreglan á að handtaka hann og yfirheyra hann hressilega. Ef ég væri þú mundi ég bara koma honum í fangelsi og ætlar þú ekki að gera það ?

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband