Hæfara fólk, takk fyrir... Og endurskoða stjórnskipunina

Ég held að samfélag eins og Ísland þurfi betri stjórnendur.  Ég held líka að við þurfum að veita þeim betra aðhald.

Núna er þetta þannig að við kjósum til alþingis og þeir sem koma best út úr þeim kosningum leiða svo ríkisstjórn, þetta er ekki alslæmt nema að það verður engin stjórnarandstaða til við þetta, hún er alltaf minnihluti og þar með óstarfhæf.  Aðrar aðferðir eru til en ég er e.t.v ekki réttasti maðurinn til að velja eina annari frekar en ég er hrifinn af því að kjósa ríkisstjórn sérstaklega, jafnvel bara forsætisráðherra sem svo velur í ríkisstjórn, svipað og í USA eða Frakklandi.

Í venjulegu fyrirtæki, skulum segja stóru fyrirtæki erlendis, eru æðstu stjórnendur alla jafna mjög hæft fólk.  Ef við ætlum að fá svoleiðis fólk til að stjórna landinu okkar þarf að borga því samkeppnishæf laun.  Það er ekkert spennandi við að vinna á vinnustað sem býður lægri laun og strafsöryggi sem nær bara til fjögurra ára, þá þarf að fara í allkonar leiki til að halda vinnuni.

Ég ætla ekki að tala fólk niður en hvaða menntun og starfsreynslu hafa þorri alþingismanna.  Ég geri ekki þá kröfu á sjálfan mig að ég geti tekið þátt í því sem á að fara fram á alþingi og sama verð ég að segja um marga sem þar eru.

Ég held líka að við þurfum ekki 63 alþingismenn, nær væri að hafa 21 og borga þeim þrisvar sinnum hærri laun eða 1800þúsund í stað 600þúsund (að ég held).  Þá færum við að sjá "öðruvísi"fólk á alþingi innan fárra kjörtímabila.  Þetta gerist sjálfsagt ekki á einni nóttu.

Á stórum tímamótum í lífi okkar notum við stundum tækifærið og breytum fliru en endilega þarf að breyta.  Nú er Ísland á einhverjum stærstu tímamótum sem norræn þjóð hefur staðið frammi fyrir í aldir og því ekki athugandi að endurskipuleggja lýðveldið, allavega ræða vandlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 463

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband