Af hverju ???

Af hverju eru svo margir ungir ökumenn í kappakstri í umferðinni?  Líklegast af því að það er gaman að keyra hratt!  Hitt er svo annað að þa er til staður fyrir þessa menn og það er í akstursíþróttum.

Sá/sú sem keppir í einhverjum slíkum keppnum lærir fljótlega að það er ekki lengur gaman að kepppa á götunum, þar þarf alltaf að hugsa um aukaatriði eins og lögguna, aðra bíla o.fl.  Í alstursíþróttum þarf ekki að hugsa um svoleiðis atriði, bara "standann" flatann og keyra eins og maður getur.  Þannig fæst líka raunveruleg mæling á árangrinum, eitthvað sem erfitt er að framkalla á götunni.

Þó rallý og rallýkross o.fl greinar kalli á breytingar á bílnum með tilheyrandi kostnaði þá eru líka til greinar sem kalla ekki á neinn sérstakann aukakostnað.  Kvartmíla og drift til dæmis.

Einnig er hægt að kaupa tilbúinn bíl í rallýkrossi fyrir 250.000.-.  Fjörið og skemmtunin sem fæst úr því er ófáanleg í umferðinni, það vita allir sem reynt hafa, ég þar á meðal.

Þó sumir séu mótfallnir keppnisbraut sem hægt er að nota fyrir venjulega bíla að auki þá held ég að það myndi draga úr ofsaakstri á götunum.

Ég veit að ég tala fyrir daufum eyrum en tala samt svo ég geti seinna sagt "þetta er ég búinn að segja í langann tíma".  Tilfellið er að þessi umræða hefur aldrei komist á það stig að vera "umræða", aðeins áhróður minnihlutahóps sem í mörgum tilfellum hefur uppgötvað breytingu á eigin hegðun vegna þátttöku í akstursíþróttum.


mbl.is Tekinn á 172 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Þórður,vonandi fara menn að hlusta og taka á þessum stóraukna hraða,góður pistill hjá þér. kær kveðja konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 24.5.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Alveg snilldarlega ritað doddi !

Halldór Vilberg Ómarsson, 26.5.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband