Eru stjórnvöld að valda þessu verkefni?

Það er e.t.v rét thjá Steigrími að Íslensk stjórnskipun ráði ekki við mál af þessu tagi.

Traust almennings á stjórnvöldum er ábótavant og starfsumhverfi strjórnvalda er e.t.v þannig að vinnubrögð líði fyrir það.

Sú staðreynd að meirifluti þingmanna myndar ríkisstjórn hefur ókosti og það á kostnað alþingis.  Á íslandi er engin stjórnarandstaða önnur en fjölmiðlar, jú, líka einhver minnihlutahópur sem má sín lítils gegn meirihlutanum.

Vinnubrögðin gætu litast af því að halda völdum frekar en einungis að miðast við þjóðarhag.  Akkúrat þetta atriði rýrir það traust sem þarf að vera til staðar, en einmitt það vantar og því er Icesave málið sent enn eina ferðina til þjóðarinnar.  Erfitt er að halda þessu fram um einstök málefni en grunurinn einn og sér gerir allt tortryggilegt.


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Alþingi hefur engan trúverðugleika. u.þ.b 7-8% treysta alþingi þ.a. ákvarðanir sem alþingi tekur eru hvorki fugl né fiskur. Það er öllum ljóst að þar ræður vanhæfnin og spillingin ríkjum.

Eigum við að treysta illa menntuðu gráhærðu lesbíunni og skollótta jarðfræðingnum að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar? Eða meirihluta samkundu vanhæfra og spilltra þingmanna?? Ég held ekki.

Almenningur er þjóðin og hún hefur miklu meira vit á þessu en þessir vanhæfu pólitíkusar sem eru búnir að hanga þarna niður á Austurvelli rífandi kjaft um ekki neitt áratugum saman.

Þessir hálfvitar vildu samþykkja Svavars-samninginn sem var alveg hörmulegur, en sýnir hversu vanhæfir aular þetta eru niður á þingi.

Almenningur hefur miklu meira vit á þessu heldur en þau tvö viðrini sem leiða þessa ríkisstjórn og það hyski sem þeim fylgir.

Þarna sigraði lýðræðið og Jóhönnu og Steingrími er alveg meinilla við lýðræðið. Vilja fá að sulla í friði í sínu drullumalli og vanhæfni, skítug upp yfir haus.

Forseti vor á hrós skilið. Lengi lifi hann. Húrra, húrra, húrra, húrra!!

Guðmundur Pétursson, 20.2.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Þórður Bragason

Það vekur spurningar að hæfniskröfur til að leiða ríkisstjórn séu engar aðrar en þær að vera í forsvari fyrir stjórnmálaflokk.  Ég hefði talið eðlilegt að krefjast hæfilegrar starfreynslu og menntunar.  Þau Jóhanna og Steingrímur eru bara tvö af fjölmörgum dæmum um fólk sem er hugsanlega vanhæft til að fjalla um mál af þessu tagi.

Þórður Bragason, 20.2.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband