Færsluflokkur: Bloggar

Bara ein velta, onei, segjum 4

Þær voru nú einar fjórar velturnar í rallinu um helgina.  Fyrst veltu þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson Subaru bíl sínum á miklum hraða hjá Kleifarvatni, þeir leiða Íslandsmótið og máttu ekki við því að detta úr keppni svo gert var við bílinn um nóttina á verkstæðinu Bílnet í keflavík, það tókst en þeir áttu við vandræði að stríða og enduðu aftarlega.

Næstir til að velta bíl sínum voru þeir Aðalsteinn Jóhannsson og Heimir Snær Jónsson á Mitsubishi Evolution X, þeir komu vitlaust yfir hæð á Tröllhálsi á hátt í 200 kílómetra hraða, fóru útaf og ráku vinstri hliðina í barð, köstuðust í loft upp, snerust nokkra hringi í loftinu og lentu aftur á bílstjórahliðinni.  "Hristur, en ekki hrærður" sagði Aðalsteinn eftir byltuna.

Þriðju í röðinni voru svo þeir Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson á Peugeot, þeirra för leit út fyrir að enda á Kaldadal með kútoltinn bíl langt utan vegar.  En líkt og með Subaru bifreið Jóns og Borgars var bílnum skutlað inn á verkstæði á Suðurnesjum (næsta verkstæði, Bílar og hjól) og hann lagaður snarlega, svo snarlega að með ólíkindum þykir.

Fjórðu og síðastir í röð veltandi rallara í þessari keppni voru þeir Baldur Franzson Jezorski og  Elías Ilja Karevsky á Jeep Cherokee.  Þeir luku sinni keppni á næstsíðustu sérleið keppninnar sem lá um Ísólfsskála og Djúpavatn.  Eitthvað vönkuðust þeir félagar við veltuna en þrátt fyrir að allar velturnar hafi átt sér stað á milli 150 og 180 kílómetra hraða teljast engin slys hafa orðið á neinum, en rallý er hættuleg íþrótt og öryggisbúnaður mikill og ef einhver vafi er um heilbrigði ökumanna er þeim ekið beint á sjúkrahús.

Pétur Sigurbjörn Pétursson og Björn Ragnarsson á Mitsubishi Evo VI sigruðu eftir harðann og dramatískann slag.


mbl.is Bílvelta í rallkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera við erlendu lánin?

E.t.v er sanngjarnt að bakka til þess dags þegar lánið var tekið og reikna Íslenska vexti og verðtrygingu frá þeim degi, það allavega hljómar sanngjarnt í einhverjum skilningi.

En e.t.v er það ekki nóg, lánið hefði líka e.t.v ekki verið tekið á sínum tíma nema vegna góðra kjara.  Þessi góðu kjör og óheft aðgengi að lánsfé stuðlaði líka að því að fasteignaverð hækkaði t.d.

Eg ég hugsa mér tvær íbúðir í blokk sem voru seldar á sama tíma á t.d 25mkr þá gæti dæmið verið svona, ein fjölskylda tók 20mkr Íslanskt lán en önnur tók jafnhátt erlent lán.  Sú fjölskylda sem tók Íslenskt lán þurfti að greiða þetta háa verð því fasteignaverð hafði hækkað vegna góðs aðgengis að lánsfé, orsakað af óheftu aðgengi að ódýru lánsfé.   Ef þessi lánsfjár"bóla" hefði ekki komið til hefðu báðar íbúðirnar verið seldar á jafnvel undir 20mkr.

Þó vissulega fjalli dómurinn um bílalán þá verður þessi kafli mun fyrirferðarmeiri og því vert að fjalla um hann.

E.t.v er ekki hægt að gera neitt "sanngjarnt", enda hvað er sanngjarnt, er það sanngjarnt að ívilna því fólki sem tók erlend lán en ekki hinum sem borguðu líka hærra verð fyrir sínar fasteignir með Íslanskum lánum, hmm, það er einhver sanngirni í þessu en alls ekki alger.  Það væri líka hægt að styðjast við framsóknarleiðina og færa öll lán niður um 20%.  En það er kanski ekki mögulegt.  Hvað er þá sanngjarnt og hvað er hægt að gera.

Ég hallast að því að sanngjörn leið sé ekki möguleg, held reyndar að hér þurfi einn Albert Guðmundsson með pennastrik og kjark.  Eitthvað þarf að gera og það fljótt.

Þá vil ég frekar að öðrum sé ívilnað meira en mér og þjóðfélagið mitt þrífist vel í framhaldinu, það er gott fyrir mig,  sú vesöld sem við höfum upplifað undanfarið er ekki þolandi.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptavild, er þá ekki best að fá kaupverðið að láni með veði í henni?

Einhvern veginn skal það verða svo að Sjóvá verður selt með stórkostleri lánveitingu með veði í "viðskiptavild".  Svolítið 2007, er það ekki?  Ég veðja á það, vill einhver veðja á móti?
mbl.is Mikil viðskiptavild í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"rökræðan nær ekki vel í gegn í fjölmiðlum"

Við þessi orð formanns Framsóknarflokksins vil ég bæta að fjölmiðlar beita valdi sínu mikið en vandvirknin er ekki altaf í fyrirrúmi.

Síðustu kosningar til dæmis, í umdæðuþáttum með forsvarsfólki flokkanna var mikið (vægast sagt) talað um styrkjamál.  Ég ætla ekki að gera lítið úr því að síðustu kosningar voru ákveðið uppgjör og spilling var eitt þeirra mála sem koma þurfti fram, en, að leggja nánast alla umræðu undir styrkjamál var einum of að mínu mati.  Þetta voru einhverjar mikilvægustu kosningar sem þjóðin hefur gengið til og því mikilvægt að málefni flokkanna væru vel kynnt, sú umræða koms ekki að því fjölmiðlar stýrðu umræðunni í þessa átt.


mbl.is Vöruðum við en ekki var hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaflutningur á RÚV - Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni

Ég horfði á Kastljós í sjónvarpinu í gær.  Ágætt viðtal við 3 aðila, einn hagfræðing, einn lögfræðing og stjórnmálasálfræðing.  Hagfræðingurinn benti á nauðsyn þess að ganga frá Icesave hið fyrsta, bið kostaði mikið.  Lögfræðingurinn benti á að okkur bæri engin skýr lagaleg skylda til að greiða.  Stjórnmálasálfræðingurinn kom öðruvísi inn í umræðuna, ekki rakið hér.

Í 10 fréttum RÚV var fjallað um málið, vitnað í hagfræðinginn en birtar myndir af Frönskum hagfræðingi sem var í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils ásamt Evu Joly.  Ég gat ekki anna en munað hvað sagt var í kastljósinu en þarna var greinilega verið að koma ummælum hagfræðingsins í Kastljósinu yfir á þann franska sem hefur talað öðru máli, þ.e að regluverkið miði ekki að því að við ættum að greiða þetta.

Málflutningur Franska hagfræðingsins hentar ríkisstjórninni ekki og því virðist svo að þarna sé um mjög hlutdræga fréttatilkynninguað ræða, og við popúlarnir borgumfyrir það.  Takk fyrir.

Ég vil líka benda á að hlutverk fjölmiðla er stórt og ábyrgð er mikil.  Umfjöllunar-slys eins og við upplifðum fyrir síðustu kosningar meiga ekki endurtaka sig. Það var að sjálfsögðu fáránlegt að undirleggja alla umræðu með umræððum um styrkjamál, man einhver eftir því, hefur eitthvað verið fjallað frekar um það, mátti það bíða???  Þetta voru mikilvægurstu kosningar sem Íslenska þjóðin hefur gengið tíl og þá var engin ástæða til að ræða hvað pólitíkusar ætluðu sér, nei það skipti greinilega engu máli.


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju vill ríkisstjórnin borga !

Ríkisstjórninni er umhugað að borga þessa reikninga því einhver sagði "Já" þegar Bretar vildu gera eitthvað í þessu ytra.  Var það ekki Ríkisstjórn Geirs Haarde með Björgvin G. í sæti viðskiptaráðherra sem svaraði Bretum því til að við bærum ábyrgð á innistæðum Icesave?

Svo er góð spurning hvort þeir hafi haft umboð til að ábyrgjast þær.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng skilaboð - OKKUR VANTAR TALSMANN

Við erum búin að samþykkja ábyrgðina en með fyrirvörum, eðlilegum fyrirvörum.

Skilaboðin ættu mikið frekar að ganga út á að við séum ekki sátt við vaxtaokur og að gefa frá okkur alla varnarrétti ef einhverjir skyldu vera.

Að sjálfsögðu á líka að koma fram að áoánægja Íslendinga sé að hluta til vegna hryðjuverkalaga sem beitt var gegn okkur, flestir munu skilja að sú ráðstöfun kostaði okkur peninga og afar hæpið að kalla okkur hryðjuverkafólk.

EN, að koma með yfirlýsingu sem inniheldur ekkert annað en að unnið verði að því sama er frekar ódýrt á alþjóðavettvangi.  Hver á að trúa því að þetta náist einhver tíma í gegn fyrst forseti hafnaði því?

Betra hefði verið að tala meira um ástæður þessa, vextina og aðgerðir Breta á sínum tíma.  OKKUR VANTAR TALSMANN.


mbl.is Ísland mun staðfesta ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn um ICESAVE ?

Foretinn er sjálfum sér samkvæmur í þessu máli, um það eru flestir sammála.

Sennilega verða þessi lög felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, spurning hvort fólk vilji gá eitthvað frekar að því.

Mér finst að stjórnin eigi að standa þetta veður af sér og starfa áfram, störf hennar hafa skerst verulega vegna þessa og e.t.v ótímabært að dæma hana nú.   Stjórnin þarf hins vegar að koma þessu máli frá sér.

E.t.v væri sniðugt að nota forsetann til að freista þess að ná hagstæðari samningi við Hollendinga og Breta, hann væri allavega ekki "rangasti" maðurinn til að sinna því.  Þetta kemur reyndar ekki til greina því hann er "öryggisventill" þjóðarinnar gagnvart þinginu og með beinni þátttöku gæti hann fyrirgert stöðu sinni se slíkur.

En eftir stendur að okkur vantar nýjann samning og einhvern til að gera þann samning við Hollendinga og Breta.  Ég held að farsælast sé að afturkalla þau lög sem forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðis og mynda þjóðstjórn um þetta eina málefni.  Þessi gjörningur myndi e.t.v leiða af sér meiri sátt um niðurstöðuna og að öllum líkindum yrði hún betri.  Svona þjóðstjórn yrði að sjálfsögðu aldrei neitt annað en nefnd en allir flokkar yrðu að vera með í vali á fulltrúum í samninganefnd o.fl.


mbl.is Rökrétt ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hrifinn af þjóðaratkv... en í þetta skipti, Já takk.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er fyrir mér meðaltal af geðþóttaákvörðunum.  Við sáum það þegar kosið var um stækkun álves í Hafnarfirði á sínum tíma.  Sem Hafnfirðingur kaus ég um það en viðurkenni að mitt atkvæði var ekki mjög faglega ígrundað.  Ég hefði e.t.v þurft að ráða nokkra vel mentaða einstaklinga í vinnu hjá mér til að greina hvor leiðin hentaði mér betur til skemmri og lengri tíma.

En nú er e.t.v annað uppi á teningnum, mitt atkvæði fjallar ekki um að greiða eða greiða ekki.  Þeir fyrirvarar sem settir voru hér fyrr á árinu eru á bak og burt, ekki nóg með að ég verði að standa skil á þessu heldu reiga börnin mín líka að eyða fyrri hluta starfsævi sinni í það.  Og sem verra er að stjórnvöld hafa tapað trúverðugleika sínum gagnvart mér og ég treysti því ekki að þetta sé í raun besta lausnin fyrir okkur.

Þess utan tel ég að breyta þurfi stjórnskipun á Íslandi.  Bein kosning verði til ríkisstjórnar, þá líklega bara kosinn forstæisráðherra, eða jafnvel að hlutverki forseta verði breytt í þá veru.
Alþingi heldur hlutverki sínu en flokkar á alþingi myndi ekki meirihluta né ríkisstjórn.

Áfram Indefence.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

íSland - íRland

Kom ekki á óvart að eitthvað vleira færi ril íRlands.  Ég keypti mér bassagítar frá henni Ameríku, hann var sendur af stað frá Tennissí þann 5 Des s.l.  Hann er ekki koninn enn, síðast þegar ég vissi var hann á íRlandi.
mbl.is Glitniskröfur til Írlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband