Líklega/vonandi átti sýran ekki að ná til Rannveigar sjálfrar

Sýran (lakkeyðirinn) hefur vonandi bara verið borin á bíl Rannveigar í þeim tilgangi einum að eyðileggja lakk á bifreiðinni, ekki skaða Rannveigu sjálfa.  Sýra þessi er þykk eins og sýróp og heldur eiginleikum sínum í nokkurn tíma eftir að hún kemst í snertingu við loft.

Þar sem ég hef notað svona lakkeyði fyrir mörgum árum, áður en hann var bannaður, þá leyfir mitt frjóa hugmyndaflug mér að vona að klessa af sýrunni hafi setið í falsi og skvesst þaðan á Rannveigu þegar hún opnaði hurðina.  Það er líkleg skýring.

Ég vil bara benda á þennan möguleika sem innlegg í þá umræðu um hvernig þjóð við erum orðin.  Ég allavega vona að ekki hafi staðið til að meiða neinn.

Með þessum skrifum er ég samt alls ekki að reyna að réttlæta verknaðinn, alls ekki.

Að lokum óska ég Rannveigu bata og vona að við eigum ekki eftir að sjá fleiri lík tilvik.


mbl.is Sýra notuð í fleiri árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Soldið skrýtið finnst mér að þeir skulu fjárfesta í rándýrum lakkeyðir þegar þeir geta náð sér í bremsuvökva í hvaða bensínstöð sem er. Þetta hljóta vera vel efnaðir málarar eða sauðir.

Guðjón (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Tek undir þetta með þér.  Hafa ekki verið unnin nóg skemmdarverk á Íslandi undanfarin áratug, eða hefur þetta fólk ekkert vit í hausnum?  Er bætandi við glórulaust ruglið sem viðgengst í íslensku þjóðfélagi? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.10.2009 kl. 16:02

3 identicon

þessir bjánar eru ekki alveg að átta sig á því, að þegar upp er staðið, þá eru það við sem borgum þessar skemmdir í hækkandi iðgjöldum þar sem mest af þessu er greitt út hjá tryggingarfélögunum.

EF þessir menn vilja pirra þessa útrásarvíkinga (sem ég tel nú Rannveigu Rist ekki vera), þá væri þeim nær að skíta í skóinn hjá þeim eða eitthvað slíkt, ég held neflilega að tryggingarnar bæti ekki slíkt, og ég myndi frekar vilja húsið málað (sem fagmenn laga svo á kostnað trygginga) heldur en mannaskít í skónum mínum.. ;)

annars verður stjórn þessa blessaða lands að fara að taka þumalinn úr rassgatinu og koma höndum yfir þessa menn, og peninganna sem hurfu í þeirra "góðæri".

jón Á. (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 17:26

4 identicon

Það er dálítið undarlegt að þetta skuli allt í einu núna verða frétt, þremur mánuðum eftir að þetta gerðist?

Valsól (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 17:58

5 identicon

Hvernig væri nú bara að hætta þessum fíflaskap að vera að skemma eigur annarra og láta okkur hin sem borgum skatta borga brúsann þótt við eigum alveg nóg með okkar skuldir (efast um að þetta fólk sem er að eyða tímanum í þessi skemmdarverk séu gerð af vinnandi fólki). Hvernig væri það að fara bara og setja hundaskít í bréfpoka og kveikja í honum eða eitthvað álíka sem við þurfum ekki að borga!

Guðrún (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:26

6 identicon

Undarlegt það að sýran átti ekkert að gera þarna annað en að skemma lakkið.

Gefðu vini þínum á kjaftinn og segðu svo ég ætlaði ekki að meiða þig.

Ásgerður (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband