Færsluflokkur: Bloggar

Að stinga hausnum í sandinn...

Ég ætla ekki að efast um að hraðakstur eigi sinn þátt í þessu slysi, en mig langar endilega að benda á að lítið er minnst á reynsluleysi ökumanns.  Hér er barn með 3ja daga gamalt ökuskírteini að fara fram úr sér og veldur ekki aðstæðum.

Mig langar að benda á að ökukennsla á Íslandi er ekki merkilegur skóli, ef þú lærir að sumri þá eru dæmd/ur til að vera í stórhættu þegar hálkan kemur.  Þú lærir ekki hvernig á að bregðast við ef þú missir stjórn á bílnum, mesta lagi að þú fáir að nauðhemla nokkrum sinnum, og þá á lítilli ferð.

En svo gerast hlutirnir, við keyrum of hratt, eitthvað hrekur okkur í ógöngur og ýmislegt gerist sem börnin okkar eru ekki búin að læra.

Bíll er drápsvopn, rétt eins og byssa, samt er ökukennsla miðuð við að bíll sé aðeins farartæki.  Þannig gæti kennsla á skotvopn verið sú að þekkja hvaða fuglar séu góðir í matinn, annað sé aukaatriði.

Eftir að hafa ekið bíl í áratugi og þar á meðal rallýbíl á mikilli ferð veit ég að bíllinn er of skemmtilegt leifang til að við getum stungið hausnum í sandinn og ætlast til þess að allir hagi sér rétt, það mun bara ekki gerast, svo einfalt er það.  Við getum hins vagar litið á vandamálið og velt fyrir okkur, hverju getum við breytt?

Ég er á þeirri skoðun að allir sem eru að taka bílpróf eigi að keyra t.d nokkra hringi á rallýkrossbrautinni, í þeim tilgangi einum að láta óreynda ökumenn missa stjórn á bíl, finna hvernig það er að missa bílinn, keyra út af, vera ekki lengur við stjórnvölinn.

Ég ætla ekki að verja þennan unga ökumann, það er ekki hægt.  En, ég vil benda á að það er tvennt sem hefði geta afstýrt þessu, minni hraði er annað og hitt er reyndari ökumaður.


mbl.is Hraðakstur olli slysinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun á forseta Íslands

Nú þegar úrslit Icesave atkvæðagreiðslunnar eru að líta dagsins ljós og þjóðin virðist vera að hafna því þá hugsa ég að umboð stjórnarinnar sé vert að endurskoða.

Ég er ekki þeirrar skoðunar að kosningar nú séu einhver töfralausn, sé ekki neina góða kosti.

Ég sé annan kost, utanþingsstjórn.  S.k.v 15. grein stjórnarskráinnar er forseta falið að skipa ráðherra, þar með má ætla að honum sé í lófa lagið hverja hann skipar.

Ég skora því á Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að nýta sér 15. greinina, víkja ráðherrum frá og skipa nýja í þeirra stað.

Það gæti svo aftur verið vandasamt að velja í nýja ríkisstjórn en auðvitað eru til leiðir sem jafnvel flestir gætu sætt sig við.  þar má nefna að aðila helstu hagsmunasamtaka gætu tilnefnt nokkra aðila sem þjóðin gæti svo kosið um í enn inni þjóðaratkvæðagreiðslunni, eða öllu heldur persónukjör.  Og svo eru eflaust til aðrar leiðir en ég læt öðrum eftir að benda á þær.

Virðingarfyllst,
Þórður Bragason


Eru stjórnvöld að valda þessu verkefni?

Það er e.t.v rét thjá Steigrími að Íslensk stjórnskipun ráði ekki við mál af þessu tagi.

Traust almennings á stjórnvöldum er ábótavant og starfsumhverfi strjórnvalda er e.t.v þannig að vinnubrögð líði fyrir það.

Sú staðreynd að meirifluti þingmanna myndar ríkisstjórn hefur ókosti og það á kostnað alþingis.  Á íslandi er engin stjórnarandstaða önnur en fjölmiðlar, jú, líka einhver minnihlutahópur sem má sín lítils gegn meirihlutanum.

Vinnubrögðin gætu litast af því að halda völdum frekar en einungis að miðast við þjóðarhag.  Akkúrat þetta atriði rýrir það traust sem þarf að vera til staðar, en einmitt það vantar og því er Icesave málið sent enn eina ferðina til þjóðarinnar.  Erfitt er að halda þessu fram um einstök málefni en grunurinn einn og sér gerir allt tortryggilegt.


mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið?

Reyndu þá að læra af því Steingrímur.  Ég hef reyndar margoft verið minntur á það að skattpíning er eldrei meiri en í vinstri stjornum, svo ég er nú bara hæfilega bjartsýnn á að Steingrímur læri rétt af þessu, hann er eflaust yfir sig hissa og telur að um kraftaverk sé að ræða og hækka beri skatta strax svo ólíkindabiðburðir sem þessi fari ekki að banka upp á í tíma og ótíma.
mbl.is Skattalækkun eykur umsvif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að taka til í stjórnarráðinu? Það er ekki hægt, taka þarf tillit til hinns flokksins !

Í ríkisstjórn eru iðulega tveir eða fleiri flokkar, ef upp koma ágreiningsmál t.d um stefnuna þurfa forkólfar beggja flokka að vera sammála, annars er hætt við að fólk fari að vinna gegn hvort öðru og þá er voðinn vís.  Ef hins vegar sú staða kemur upp að forsætisráðherra er óánægður með störf einhvers ráðherra eru fá úrræði í boði.  Ef viðkomandi ráðherra er úr öðrum flokki þarf formaður þess flokks að gera eitthvað í því, ef hann vill það þá yfirhöfuð.  Ef viðkomandi ráðherra er úr flokki forsætisráðherranns þá er samt erfitt að láta hann taka pokann sinn, þetta er þjóðkjörinn þingmaður og flokksbróðir.  Þetta er ófær leið vegna þess hvernig skipað er í ráðherrastóla.  Ríkisstjórn getur orðið óstarfshæf vegna svona mála.

Auðvitað á forsætisráðherra að geta rekið og ráðið ráðherra svo stjórnin sé starfhæf.


mbl.is Breyta á lögum um Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur, maðurinn sem nýtur þess að hafa ekki verið í stjórn fyrir hrun

Vissulega var Steigrímur ekki í stjórn fyrir hrun og verður því varla borinn þeim sökum að hafa sett allt á hausinn.  Hann hinsvegar var í forystusveit stjórnarandstöðunnar á þim tíma og hefur oft vitnað í orð sín frá þeim tíma, varnaðarorð þess efnis að við sigldum að feigðarósi.

Ég man eftir því að Steigrímur talaði oft á þessum nótum, ég reyndar hlustaði ekki mikið á hann og svo virðist vera að þorri þjóðarinnar hafi ekki gert það heldur.

Það er hugsanlegt að Steigrímur hafi bara "ekki náð eyrum" þjóðarinnar en einnig er hugsanlegt að hann hafi þá bara verið að fara með staflausa stafi.

En oft ratast kjöftugum satt orð á munn og allt fór á versta veg.

Mér þykir hins vegar sama hvort var, það er ámælisvert að maður í stöðu sem Steingrímur var í á þeim tíma nái ekki til eyrna almennings, e.t.v hljómar hann ótrúverðurgur í eyrum margra.  Þeim hefur allavega erkki fækkað á þeim tíma sem hann hefur setið í stjórn.   Forkólfur stjórnmálaafls á að víkja ef hann nær ekki eyrum almennings.

Sé það hins vegar svo að hann hafi farið með staflausa stafi, órökstudda yfirlýsingu um að við sigldum að feigðarósi árin 2005 - 2008, þá ætti hann ennfremur að hugsa sinn gang.  Það reyndar passar betur við hegðun hanns á eftir, sé litið á yfirlýsingar um að við færum beinustu leið í ræsið ef við samþykktum ekki fyrri ICESAVE samninga, sem við þó lifðum af, mesta furða.

Ég hallast að því að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé ekki ábyrgur gerða sinna né orða.


mbl.is Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, hvaða ESB ?

Einhverntíma hef ég talað og skrifað um ESB, þá einkum varðandi inngöngu Íslands í sambandið.  Ég er andsnúinn inngöngu, núna þ.e.a.s.  Fyrir mér hefur slök staða Íslands verið ein helsta ástæðan en ég hef líka bent á að ESB sem við þekkjum sé ekki endilega það ESB sem við komum til með að sjá í framtíðinni.

Nú hriktir í stoðum ESB, ég hef enga trú á því að það liðist i sundur en ég held að það muni hugsanlega breytast og ég vil fá að sjá það ESB sem ég geng í áður en ég geng í það.


mbl.is Gæti ekki komið í veg fyrir evrópskt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers alþingi ?

Ef litið er á þá "staðreynd" að meirihluti alþingis myndar ríkisstjórn og ríkisstjórn á í flestum tilfellum greiðann aðgang að meirihluta aðkvæða þingmanna þá spyr maður sig "til hvers alþingi?".

Það væri e.t.v ódýrara að sleppa því einfaldlega og hafa bara ríkisstjórn, jú og kanski forseta sem segjir nei endrum og sinnum.

Það hlítur lika að vera aumt hlutskipti að vera alþingismaður, tilheyra meirihluta, og "verða" að segja já við öllu sem forusta eigin flokks leggur til, nebbilega ríkisstjórnin.  Umhverfi alþingismanna er þannig ekki til þess fallið að atkvæði þeirra teljist trúlegt öllum tíðum.

Ég hef sagt það oft og segji það enn, alþingi á ekki að mynda ríkisstjórn.  Ríkisstjórn á að vera sjálfstæð eining, kosin sjálfstæðri kosningu.  E.t.v væri nóg að kjósa leiðtoga hennar líkt og við þekkjum úr ameríkuhreppi og víðar.

Meira um alþingi, þá talandi um stjórnarandstöðuna.  Þessi hópur fólks má sín lítils gagnvart ægivaldi ríkisstjórnar með meirihluta að baki sér.  Eina virka stjórnarandstaðan undanfarin mörg herrans ár eru flölmiðlar, og þó við getum efast um gæði þerrar stjórnarandstöðu held ég samt að virkni "hennar" sé talsvert meiri en hinnar eiginlegu stjórnarnadstöðu.

Ég hef sagt það áður og segji það enn, alþingi á ekki að mynda ríkisstjórn.


Fiskurinn í sjónum, stofnstærð, kvóti og fræðimenn.

Oft velti ég því fyrir mér hvort ofveiði sé ein og sér að granda fiskstofnum okkar eða hvort fiskurinn sé einfaldlega bara annarsstaðar.

Ég er nú enginn fiskfræðingur enda tala ég ekki sem slíkur.  En það tekur ekki af mér réttinn til að hafa skoðun og því síður að opinbera hana.

Talandi um stofnstærð þá held ég að það þurfi að skoða ansi stórt hafsvæði, Íslandsmið ein og sér eru e.t.v bara viðkomustaður og þá bara ef skilyrði eru hagstæð.  Þau skilyrði eru líklegast æti, það gengur líklegast allt út á það hjá blessuðum fiskinum.  Veit einhver hvaðan fiskurinn kemur og hvert hann fer?  Er fiskur á Íslandsmiðum að einhverju leiti angi úr einhverri "göngu", og hve stór hluti úr gönguni þá?  Jafnvel og eflaust eru aðrar skýringar betri en það má nú samt velta þessu fyrir sér.

Allir vita að það er kreppa á Íslandi, okkur vantar sárlega að auka tekjurnar.  Ef við ykjum kvótann gætum við fengið það harkalega í hausinn síðar.  Samt eru einhverjar líkur á því að við fengjum það bara ekkert í hausinn, fengjum e.t.v þá vitnskju að veiðar okkar hafa önnur áhrif en fiskifræðingar telja.

Ég ætla ekki að gera lítið úr fiskifræðingum en bendi á að þeir eru að glíma við viðfangsefni sem er flókið.  Veðurfræðingar eiga við svipað vandamál að stríða, fræðin eru bara ekki komin lengra á veg en svo að veðurspár eru ónákvæmar.

Með þetta í huga styð ég aukningu á þorskkvóta svo um muni tímabundið.


Stjórnborði er nú bara hægri, hafa rétt eftir.

Tilvitnun, mbl.is

"Segir á vef blaðsins að William Murdoch, fyrsti stýrimaður Titanic, hafi kallað „hart á stjórnborða“ er hann sá ísjakann í um tveggja sjómílna fjarlægð, skipun sem aðstoðarmaður hans Robert Hitchins misskildi með þeim afleiðingum að skipið beygði til hægri í staðinn fyrir vinstri."

Alltaf gaman að fólki sem þekkir ekki vinstri frá hægri, og kallar sig blaðamenn, haha.  Stjórnborði er hægra megin og bakborði vinstra megin.


mbl.is Titanic þurfti ekki að sökkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband