Þjóðstjórn um ICESAVE ?

Foretinn er sjálfum sér samkvæmur í þessu máli, um það eru flestir sammála.

Sennilega verða þessi lög felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, spurning hvort fólk vilji gá eitthvað frekar að því.

Mér finst að stjórnin eigi að standa þetta veður af sér og starfa áfram, störf hennar hafa skerst verulega vegna þessa og e.t.v ótímabært að dæma hana nú.   Stjórnin þarf hins vegar að koma þessu máli frá sér.

E.t.v væri sniðugt að nota forsetann til að freista þess að ná hagstæðari samningi við Hollendinga og Breta, hann væri allavega ekki "rangasti" maðurinn til að sinna því.  Þetta kemur reyndar ekki til greina því hann er "öryggisventill" þjóðarinnar gagnvart þinginu og með beinni þátttöku gæti hann fyrirgert stöðu sinni se slíkur.

En eftir stendur að okkur vantar nýjann samning og einhvern til að gera þann samning við Hollendinga og Breta.  Ég held að farsælast sé að afturkalla þau lög sem forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðis og mynda þjóðstjórn um þetta eina málefni.  Þessi gjörningur myndi e.t.v leiða af sér meiri sátt um niðurstöðuna og að öllum líkindum yrði hún betri.  Svona þjóðstjórn yrði að sjálfsögðu aldrei neitt annað en nefnd en allir flokkar yrðu að vera með í vali á fulltrúum í samninganefnd o.fl.


mbl.is Rökrétt ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband