Ekki kjósa núna, bara hækka laun þingmanna

Ég vil ekki kjósa núna, alls ekki.  Enda hvern ætti ég svo sem að kjósa??, Steingrím J?, og enda með Ögmund sem fjármálaráðherra, nei takk.  Satt að segja treysti ég engum í leikhúsinu við Austurvöll, allavega mjög fáum.  Hver eru laun alþingismanna, ég man það ekki svo ég ætla ekki að skrifa það hér en þau eru ekki 1.950.000 á mánuði eins og hjá bankastjórum.  Það er svo umhugsunarefni hvort við gerum meiri kröfur til bankastjóra eða þingmanna.

Það ætti að þrefalda laun þingmanna, ef einhverjum svíður kostnaðurinn má líka fækka þeim úr 63 í 21, þá eykst kostnaðurinn ekki neitt nema síður sé.  Ég held bara að allt of margir alþingismenn fái e.t.v ekki jafn vel launaða vinnu annarsstaðar því þeir geta ekki neitt.  Og hvað erum við að gera með stjórnarandstöðu, hún getur ennþá minna.  Við höfum ekki haft virka stjórnarandstöðu svo lengi sem elstu menn muna.  Eina stjórnarandstaðan eru fjölmiðlar, Jón Ásgeir einmitt, æðislegt.  Ekki verður það heldur hermt upp á stjórnarsndstöðuna að hún noti fjölmiðla til að fá sínu framgengt, nei, en hún hefur oft talað digurbarkalega um getuleysi stjórnvalda án þess að geta með nokkrum hætti bent á betri leiðir, eina undantekningin er Steingrímur J, en ef mitt atkvæði setur Ögmund í ráðherrastól þá er mér illa brugðið.

Vænlegast væri að kjósa þjóðstjórn sem réði svo til sín hina ýmsu fræðinga svo við endum ekki með dýralækna sem fjármálaráðherra o.s.frv.  Ef við lítum á stjórnir fyrirtækja þá sjáum við að hluthafar kjósa stjórn sem svo velur æðstu stjórnendur.  Ef stjórnin er óánægð með sitt fólk er því bara skipt út.  Er þetta eitthvað til að hugsa um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband