22.6.2010 | 11:53
Hvað á að gera við erlendu lánin?
E.t.v er sanngjarnt að bakka til þess dags þegar lánið var tekið og reikna Íslenska vexti og verðtrygingu frá þeim degi, það allavega hljómar sanngjarnt í einhverjum skilningi.
En e.t.v er það ekki nóg, lánið hefði líka e.t.v ekki verið tekið á sínum tíma nema vegna góðra kjara. Þessi góðu kjör og óheft aðgengi að lánsfé stuðlaði líka að því að fasteignaverð hækkaði t.d.
Eg ég hugsa mér tvær íbúðir í blokk sem voru seldar á sama tíma á t.d 25mkr þá gæti dæmið verið svona, ein fjölskylda tók 20mkr Íslanskt lán en önnur tók jafnhátt erlent lán. Sú fjölskylda sem tók Íslenskt lán þurfti að greiða þetta háa verð því fasteignaverð hafði hækkað vegna góðs aðgengis að lánsfé, orsakað af óheftu aðgengi að ódýru lánsfé. Ef þessi lánsfjár"bóla" hefði ekki komið til hefðu báðar íbúðirnar verið seldar á jafnvel undir 20mkr.
Þó vissulega fjalli dómurinn um bílalán þá verður þessi kafli mun fyrirferðarmeiri og því vert að fjalla um hann.
E.t.v er ekki hægt að gera neitt "sanngjarnt", enda hvað er sanngjarnt, er það sanngjarnt að ívilna því fólki sem tók erlend lán en ekki hinum sem borguðu líka hærra verð fyrir sínar fasteignir með Íslanskum lánum, hmm, það er einhver sanngirni í þessu en alls ekki alger. Það væri líka hægt að styðjast við framsóknarleiðina og færa öll lán niður um 20%. En það er kanski ekki mögulegt. Hvað er þá sanngjarnt og hvað er hægt að gera.
Ég hallast að því að sanngjörn leið sé ekki möguleg, held reyndar að hér þurfi einn Albert Guðmundsson með pennastrik og kjark. Eitthvað þarf að gera og það fljótt.
Þá vil ég frekar að öðrum sé ívilnað meira en mér og þjóðfélagið mitt þrífist vel í framhaldinu, það er gott fyrir mig, sú vesöld sem við höfum upplifað undanfarið er ekki þolandi.
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.