28.11.2008 | 01:06
Ekki kjósa núna, bara hækka laun þingmanna
Ég vil ekki kjósa núna, alls ekki. Enda hvern ætti ég svo sem að kjósa??, Steingrím J?, og enda með Ögmund sem fjármálaráðherra, nei takk. Satt að segja treysti ég engum í leikhúsinu við Austurvöll, allavega mjög fáum. Hver eru laun alþingismanna, ég man það ekki svo ég ætla ekki að skrifa það hér en þau eru ekki 1.950.000 á mánuði eins og hjá bankastjórum. Það er svo umhugsunarefni hvort við gerum meiri kröfur til bankastjóra eða þingmanna.
Það ætti að þrefalda laun þingmanna, ef einhverjum svíður kostnaðurinn má líka fækka þeim úr 63 í 21, þá eykst kostnaðurinn ekki neitt nema síður sé. Ég held bara að allt of margir alþingismenn fái e.t.v ekki jafn vel launaða vinnu annarsstaðar því þeir geta ekki neitt. Og hvað erum við að gera með stjórnarandstöðu, hún getur ennþá minna. Við höfum ekki haft virka stjórnarandstöðu svo lengi sem elstu menn muna. Eina stjórnarandstaðan eru fjölmiðlar, Jón Ásgeir einmitt, æðislegt. Ekki verður það heldur hermt upp á stjórnarsndstöðuna að hún noti fjölmiðla til að fá sínu framgengt, nei, en hún hefur oft talað digurbarkalega um getuleysi stjórnvalda án þess að geta með nokkrum hætti bent á betri leiðir, eina undantekningin er Steingrímur J, en ef mitt atkvæði setur Ögmund í ráðherrastól þá er mér illa brugðið.
Vænlegast væri að kjósa þjóðstjórn sem réði svo til sín hina ýmsu fræðinga svo við endum ekki með dýralækna sem fjármálaráðherra o.s.frv. Ef við lítum á stjórnir fyrirtækja þá sjáum við að hluthafar kjósa stjórn sem svo velur æðstu stjórnendur. Ef stjórnin er óánægð með sitt fólk er því bara skipt út. Er þetta eitthvað til að hugsa um?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 00:03
Kreppan - og nýjir tímar
Það verður gaman að sjá hvaða, eða, hvernig fyrirtæki standa uppúr eftir einhverja mánuði. Þó er líklegt að breytingin taki lengri tíma, kanski eitt ár. Ég held að við fáum að sjá nýja "bransa" vaxa og aðra hverfa, Ísland er land tækifæranna í dag og næstu mánuði. Ég held að hugmyndafrjóir og framtakssamir Íslendingar geti hlakkað til, þó aðrir kvíði.
Það er e.t.v auðvelt að spá lífsstílsfyrirtækjum öllu svörtu og fyrirtækjum sem bjóða grunnþarfir björtu en svo eiga örugglega eftir að koma ný fyrirtæki með áherslur sem við þekkjum ekki í dag. Hingað til hafa fyrirtæki með nýjar áherslur þurft að breyta viðskiptaumhverfinu, s.b.r þegar byrjað var að keyra út pizzur til viðskiptavina. Nú þarf e.t.v bara að "tilkynna" nýjar "reglur" og þar með er það þannig. Það verður spennandi að fylgjast með Íslandi næstu mánuðina, case study.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 12:47
Fylgni milli sportbíla og umferðaróhappa
Jamm, það er eflaust fylgni milli aflmikilla bíla og tjóna, það er líka fylgni milli aldurs og tjóna þar sem yngstu (og elstu) ökumennirnir valda fleiri tjónum en aðrir. Það er líka fylgni milli bíleignar og óhappa svona almennt.
Það er að sjálfsögðu mjög gott að geta séð áhættuhópinn ef hann skráir sig á skipulagða aksturskeppni. Svo er hins vegar spurning hvort eigi að rukka hann sérstaklega eða sinna honum á einhvern annan hátt. Því hefur lengi verið haldið fram af tryggingafélögunum að akstursbraut hvetji til hraðakstursn og þar með tjóna í umferðinni, en það litla sem ég veit af slíkum könnunum erlendis er sú ekki raunin.
Hvað með það, þessi tilfærsla TM undir nafni betu litlu er fyrst og fremst gerð til að fæla ákveðinn hóp frá sér, ekki mikil ábyrgðarkennd þar á ferð. Það er ljóst að tryggingafélögin eru til í að tala, og þá á óábyrgann hátt, en ekki til í að GERA eitthvað sem gæti fækkað tjónum og slysum á fólki. Þarna er ég líka að hugsa um ummæli Ragnheiðar Davíðsdóttir hjá VÍS þar sem hún tók undir ummæli þar sem áhugafólki um æfinga- og keppnisbraut var líkt við kynferðisglæpamenn og dópista.
Við akstursíþróttafólk eigum okkur óvildarmenn, við getum ekki barist við þá, og eigum ekki að berjast við þá, Þekking og góð rök munu verða ofan á að lokum, vona ég.
Tryggir ekki kraftmikla létta bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 12:44
Sigraði sinn fimmta titil á árinu ???
Loeb líklegastur til afreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 13:01
Að deyja af trúarástæðum, af hverju ???
Það er ljótt þegar trúin er farin að vinna gegn okkur. Í mínum einfalda huga kristallast sú mynd að trúin eigi að færa okkur hamingju, von og fleira sem talist getur jákvætt.
Það hlýtur að vera von allra að fá að vaxa, dafna og eiga ánægjulegt líf. Hafa nóg til hnífs og skeiðar, geta komið vel fram við aðra og uppskera það sama frá öðrum. Að láta gott af sér leiða.
En þegar trúin er farin að draga okkur til dauða er illa farið. Ég er ekki lærður maður og hef ekki lesið Biblíuna né heldur Kórarinn eða annað álíka, en samt vil ég segja að hver sá guð sem segir mér að ganga á vit dauðans (og jafnvel draga aðra með mér) er ekki minn guð, enda ólíklegt að það færi mér hamingju, né geri mér fært að koma vel fram við aðra og þiggja slíkt til baka.
Hræringar í heiminum undanfarin ár fá mann óneitanlega til að leiða hugann að því að trúin, já og þær allar (eða allavega flestar) eru eitt alversta böl sem mannkindin þarf að draga.
Það fossar blóð á frelsarans slóð
En faðir, það var vel meint... Nokkuð til í því.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 16:37
Hmmm...
Eigum við ekki að bíða eftir staðfestum fréttum, en ef rétt reynist meiga ö0kumenn keppa og telja stig en liðið hlítur ekki stig fyrir árangur. M.ö.o, þetta skiptir ekki miklu máli þar sem titill framleiðanda er ekki hátt skrifaður við hliðina á titli ökumanns.
Ég er samt smá hissa á mbl.is að birta svona frétt, það væri alveg eins hægt að birta frétt þess efnis að Hamilton yrði heimsmeistari í ár, góðar líkur að það gangi eftir en enginn fótur fyrir því.
McLaren sagt útilokað frá keppni 2007 og 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 17:10
Múhameðsmyndirnar og Símaauglýsingin
Fólk sem tekur auglýsingu Símanns illa hlítur að skilja vel þau viðbrögð sem múslimar sýndu vegna birtinga Múhameðsmyndanna svokölluðu.
Fyrir mér snýst þetta frekar um það að hafa húmor fyrir sjálfum sér og jafnvel guði sínum.
Sjálfsagt hefur ekkert i þessum heimi kostað jafnmörg mannslíf og trúin, ja, e.t.v fyrir utan eðlilega dauðdaga vegna elli. Jafnvel sjúkdómar og skæðir faraldrar eiga ekki séns í getu okkar í að drepa hvort annað vegna trúar.
Ég spyr mig, ef einhverjir Íslendingar eru til í að lýsa vanþóknun sinni á t.d Símaauglýsingunni hvað er þá langt í að þeir sömu eru til í að drepa af sömu ástæðu. Það er e.t.v langur vegur þarna á milli en stendur þó af sama meiði, bara drápið er ofstækisfyllra.
Ég ber fullkomna virðingu fyrir guði mínum og Kristi, líkt og móðir minni heitinni. En ekki þar með sagt að ég geri ekki grín að þeim sömu, líkt og sjálfum mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 00:13
Er reynslan að skila sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 00:01
Einföld atriði geta bjargað miklu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 23:44
Svartir blettir og sofandiháttur
Almennt er talað um svartann blett þar sem oft verða umferðaróhöpp eða slys. En hvar nákvæmlega eru þessir staðir, það væri gagnlegt að vita það? Það má færa rök fyrir því að sú vitneskja gerði okkur grandalaus á öðrum stöðum og nýjir svartir blettir kæmu til. Líklegra er þó að það kæmi að gagni að vita hvort maður sé að koma á hættulegann stað (svartan blett) eða ekki. Hér er rétt að nefna að svartur blettur getur verið aðeins ein akrein á heilum gatnamótum. Það að vita af hættuni vekur alla og kveikir á einbeitinguni, sofandiháttur er liklegast mesti óhappavaldurinn í umferinni. Ég hef trú á því að þar til gerð skilti gætu breytt miklu. Þau þyrfti að sjálfsögðu að kynna vel í fjölmiðlum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar