Að deyja af trúarástæðum, af hverju ???

Það er ljótt þegar trúin er farin að vinna gegn okkur.  Í mínum einfalda huga kristallast sú mynd að trúin eigi að færa okkur hamingju, von og fleira sem talist getur jákvætt.

Það hlýtur að vera von allra að fá að vaxa, dafna og eiga ánægjulegt líf.  Hafa nóg til hnífs og skeiðar, geta komið vel fram við aðra og uppskera það sama frá öðrum.  Að láta gott af sér leiða.

En þegar trúin er farin að draga okkur til dauða er illa farið.  Ég er ekki lærður maður og hef ekki lesið Biblíuna né heldur Kórarinn eða annað álíka, en samt vil ég segja að hver sá guð sem segir mér að ganga á vit dauðans (og jafnvel draga aðra með mér) er ekki minn guð, enda ólíklegt að það færi mér hamingju, né geri mér fært að koma vel fram við aðra og þiggja slíkt til baka.

Hræringar í heiminum undanfarin ár fá mann óneitanlega til að leiða hugann að því að trúin, já og þær allar (eða allavega flestar) eru eitt alversta böl sem mannkindin þarf að draga.

Það fossar blóð á frelsarans slóð
En faðir, það var vel meint...   Nokkuð til í því. 


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband