1.10.2009 | 11:35
Þjóðstjórn, er það ekki málið!
Ég treysti núverandi ríkisstjórn ekki lengra en ég get kastað bílnum mínum, ég sá fyrri ríkisstjórn klúðra málum og get ekki sagt annað um hana.
Að mínu mati er nánast sama hvaða ríkisstjórnarmunstur við fáum, þau hafa öll sannað sig, óhæf. Eitt stjórnarmynstur hefur þó ekki verið kannað, þjóðstjórn. E.t.v best að prufa það núna. Nú er ekki tími til að fara í kosningar, við þurfum að fá svo margt gert hratt. Já, ég mæli með þjóðstjórn.
Ég hefði hins vegar viljað sjá stjórnarfarinu breytt í svipaða veru og við þekkjum í Ameríku t.d. Þar eru mun skýrari skil milli löggjafarvalds (alþingi) og framkvæmdarvalds (ríkisstjórn). Núna búum við við það að ríkisstjórn getur þvingað fram meirihluta á alþingi, það er meinið sem e.t.v hefur varið svo illa með okkur.
En hvað yfirlýsingu Jóhönnu í fréttinni varðar þá er rétt að benda á að þrælsótti hefur sjaldan gefið vel af sér. Ef henni finnst ekki réttlátt að við borgum þá á hún að taka þannig á því, ekki reyna að réttlæta málið í ósátt við þjóð og sjálfa sig.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.