12.10.2008 | 00:03
Kreppan - og nýjir tímar
Það verður gaman að sjá hvaða, eða, hvernig fyrirtæki standa uppúr eftir einhverja mánuði. Þó er líklegt að breytingin taki lengri tíma, kanski eitt ár. Ég held að við fáum að sjá nýja "bransa" vaxa og aðra hverfa, Ísland er land tækifæranna í dag og næstu mánuði. Ég held að hugmyndafrjóir og framtakssamir Íslendingar geti hlakkað til, þó aðrir kvíði.
Það er e.t.v auðvelt að spá lífsstílsfyrirtækjum öllu svörtu og fyrirtækjum sem bjóða grunnþarfir björtu en svo eiga örugglega eftir að koma ný fyrirtæki með áherslur sem við þekkjum ekki í dag. Hingað til hafa fyrirtæki með nýjar áherslur þurft að breyta viðskiptaumhverfinu, s.b.r þegar byrjað var að keyra út pizzur til viðskiptavina. Nú þarf e.t.v bara að "tilkynna" nýjar "reglur" og þar með er það þannig. Það verður spennandi að fylgjast með Íslandi næstu mánuðina, case study.
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.