17.7.2008 | 12:47
Fylgni milli sportbíla og umferðaróhappa
Jamm, það er eflaust fylgni milli aflmikilla bíla og tjóna, það er líka fylgni milli aldurs og tjóna þar sem yngstu (og elstu) ökumennirnir valda fleiri tjónum en aðrir. Það er líka fylgni milli bíleignar og óhappa svona almennt.
Það er að sjálfsögðu mjög gott að geta séð áhættuhópinn ef hann skráir sig á skipulagða aksturskeppni. Svo er hins vegar spurning hvort eigi að rukka hann sérstaklega eða sinna honum á einhvern annan hátt. Því hefur lengi verið haldið fram af tryggingafélögunum að akstursbraut hvetji til hraðakstursn og þar með tjóna í umferðinni, en það litla sem ég veit af slíkum könnunum erlendis er sú ekki raunin.
Hvað með það, þessi tilfærsla TM undir nafni betu litlu er fyrst og fremst gerð til að fæla ákveðinn hóp frá sér, ekki mikil ábyrgðarkennd þar á ferð. Það er ljóst að tryggingafélögin eru til í að tala, og þá á óábyrgann hátt, en ekki til í að GERA eitthvað sem gæti fækkað tjónum og slysum á fólki. Þarna er ég líka að hugsa um ummæli Ragnheiðar Davíðsdóttir hjá VÍS þar sem hún tók undir ummæli þar sem áhugafólki um æfinga- og keppnisbraut var líkt við kynferðisglæpamenn og dópista.
Við akstursíþróttafólk eigum okkur óvildarmenn, við getum ekki barist við þá, og eigum ekki að berjast við þá, Þekking og góð rök munu verða ofan á að lokum, vona ég.
Tryggir ekki kraftmikla létta bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið til í þessum orðum þínum Doddi !!
gudni.is, 17.7.2008 kl. 13:32
Sæll Þórður. Ég er á báðum áttum með þessi tengsl, og hvernig beri að gera eitthvað í málinu. Og sjá stærra samhengið.
Tek heilshugar undir með þér um að rök og þekking hlýtur að vera það sem við viljum treysta á til að feta okkur í þessum efnum. Ert þú nokkuð með tilvitnanir í þekkingu sem er búið að koma skipulega "á blað" , hvort sem hún byggi á fræðilegri vinnu eður ei ? Ég hef áhuga á rök og rökstuðningi á báða boga, og meiri til.
Morten Lange, 18.7.2008 kl. 15:16
Sæll Morten Lange og takk Guðni.
Ég er ekki fróður um þessi mál. Ein könnum sem ég hef heyrt af í bretlandi gekk út á að kanna tjónaferil ungra ökumanna sem stunduðu akstur á æfinga/keppnisbrautum og bera saman við aðra ökumenn. Í stuttu máli - þeir lentu sjaldnar í tjónum en samanburðarhópur en tjónin urðu jafnan meiri. Samanburðarhópurinn var - sama blöndun á kyni og aldri. Þetta eitt og sér segjir e.t.v ekki svo mikið en samt áhugavert að að þeir sem æfa og læra á getu bílsins við ýktar aðstæður lendi sjaldnar í tjónum. Tjónin sem brautarfólkið orsökuðu má túlka sem tjón vegna hraða miðað við að tjónin voru dýrari, en hvað með hina sem lenda í tjónum á minni hraða? Má álykta að þessi tjón hefð verið færri ef sá hópur hefði æft sig og lært á getu bílsins? Einnig, má e.t.v álykta að bratuarfólkið hefði lent í fleiri tjónum ef æfinguna hefði vantað? Eitthvað af þessu kemur reyndar fram í þessari ágætu könnun svo það væri smá vit í að nálgast hana. Þessi könnun var unnin af einhverju bresku --- á borð við umferðarstofa, tryggingafélag eða akstursíþrótta eitthvað. Best að senda póst á breska sendiráðið og sjá hvort þau geti aðstoðað. Meira seinna.
Þórður Bragason, 24.7.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.