Múhameðsmyndirnar og Símaauglýsingin

Fólk sem tekur auglýsingu Símanns illa hlítur að skilja vel þau viðbrögð sem múslimar sýndu vegna birtinga Múhameðsmyndanna svokölluðu.

Fyrir mér snýst þetta frekar um það að hafa húmor fyrir sjálfum sér og jafnvel guði sínum.

Sjálfsagt hefur ekkert i þessum heimi kostað jafnmörg mannslíf og trúin, ja, e.t.v fyrir utan eðlilega dauðdaga vegna elli.  Jafnvel sjúkdómar og skæðir faraldrar eiga ekki séns í getu okkar í að drepa hvort annað vegna trúar.

Ég spyr mig, ef einhverjir Íslendingar eru til í að lýsa vanþóknun sinni á t.d Símaauglýsingunni hvað er þá langt í að þeir sömu eru til í að drepa af sömu ástæðu.  Það er e.t.v langur vegur þarna á milli en stendur þó af sama meiði, bara drápið er ofstækisfyllra.

 Ég ber fullkomna virðingu fyrir guði mínum og Kristi, líkt og móðir minni heitinni.  En ekki þar með sagt að ég geri ekki grín að þeim sömu, líkt og sjálfum mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband