3.7.2007 | 00:13
Er reynslan að skila sér?
Reynsla aksturíþróttafólks hér heima sem og erlendis er mjög mikil. Akstursíþróttafólk fær oft að kenna á því og þá eru það öryggisatriðin ein sem bjarga. Ég man eftir viðtali við Ómar Ragnarsson í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Hann greindi frá samskiptum sínum við forkólfa umferðarráðs (ef ég man rétt) og viðmót þeirra var á þann veg að Ómar mætti helst ekki segja neitt um umferðarmál því hann var rallýökumaður, einmitt maðurinn sem hefði getað bætt einhverju við þáverandi málflutning. Ég held að þetta hafi ekkert breyst, aksturíþróttafólk fær ekkert til málanna að leggja og er sett á bekk með misyndismönnum. Ég bíð og vona að sú ýkta reynsla skili sér einhverntíma í aksturtíma ökukennara og auglýsingar umferðarstofu (sem er eitthvað það algagnslausasta apparat sem almenningi er uppálagt að trúa að sé afl í þeirra þágu). Á svipaðann hátt og tækniframfarir í heimsmeistararalli og formúlu 1 skila betri bílum getur keppnisreynsla skilað betri öryggisbúnaði, notkun hans og þjálfun. Í rallkeppnum erlendis tíðkast að merkja hættulega staði líkt og hættulegar beygjur eru merktar á þjóðvegunum. Því ekki að nota þessa tækni í umferðinni, þar sem þörfin er miklu meiri.
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.