3.7.2007 | 00:01
Einföld atriði geta bjargað miklu
Eitt er það atriði sem oft verður útundan, hvernig á að stilla ökumannssætið? Án þess að fara neitt nákvæmlega út í það hér er rétt að benda á eitt atriði og það er að hafa það nógu framarlega til að ná alls ekki að rétta úr fótunum við nauðhemlun. Ef árekstur verður leiða fæturnir höggið beint í mjaðmagrindina sem brotnar sennilega ekki, það gerir hryggurinn hins vegar og það er verra. Ef hnén eru bogin deyfa þau höggið og forða hugsanlegum skaða. Þetta er fróðleiksmoli úr heimi rallýökumanna. Rallýökumenn og samtök þeirra, líkt og umferðarstofa, luma á góðum upplýsingum, en, umferðarstofa er ríkisstyrkt til að koma upplýsingum á framfæri en við ekki svo við reynum bara, veikum mætti, og vonum að einhver lesi, takk fyrir og verði þér að góðu.
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.