Steingrímur, maðurinn sem nýtur þess að hafa ekki verið í stjórn fyrir hrun

Vissulega var Steigrímur ekki í stjórn fyrir hrun og verður því varla borinn þeim sökum að hafa sett allt á hausinn.  Hann hinsvegar var í forystusveit stjórnarandstöðunnar á þim tíma og hefur oft vitnað í orð sín frá þeim tíma, varnaðarorð þess efnis að við sigldum að feigðarósi.

Ég man eftir því að Steigrímur talaði oft á þessum nótum, ég reyndar hlustaði ekki mikið á hann og svo virðist vera að þorri þjóðarinnar hafi ekki gert það heldur.

Það er hugsanlegt að Steigrímur hafi bara "ekki náð eyrum" þjóðarinnar en einnig er hugsanlegt að hann hafi þá bara verið að fara með staflausa stafi.

En oft ratast kjöftugum satt orð á munn og allt fór á versta veg.

Mér þykir hins vegar sama hvort var, það er ámælisvert að maður í stöðu sem Steingrímur var í á þeim tíma nái ekki til eyrna almennings, e.t.v hljómar hann ótrúverðurgur í eyrum margra.  Þeim hefur allavega erkki fækkað á þeim tíma sem hann hefur setið í stjórn.   Forkólfur stjórnmálaafls á að víkja ef hann nær ekki eyrum almennings.

Sé það hins vegar svo að hann hafi farið með staflausa stafi, órökstudda yfirlýsingu um að við sigldum að feigðarósi árin 2005 - 2008, þá ætti hann ennfremur að hugsa sinn gang.  Það reyndar passar betur við hegðun hanns á eftir, sé litið á yfirlýsingar um að við færum beinustu leið í ræsið ef við samþykktum ekki fyrri ICESAVE samninga, sem við þó lifðum af, mesta furða.

Ég hallast að því að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé ekki ábyrgur gerða sinna né orða.


mbl.is Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann var í stjórnarandstöðu og hafði ekki grænan grun um hvað vr í gangi. Lyfti ekki litla fingri né æmti. Ég get ekki séð að það sé minni ábyrgðarhluti. Það er núverandi stjórnarandstöðu að þakka að við erum ekki farin fjandans til af hans völdum.  Hann getur sko ekki fríað sig af neinu þetta gerpi og ætti í raun að vera kominn bak við lás og slá. Hann sveik allar forsendur fyrir kjöri sínu, svo hann hefur algerlega brugðist sínum flokki og sínum kjósendum. 

Samkvæmt Wikileaks þá seldi hann andstöðuna við Evrópusambandið fyrir það að geta lokað varnarmálastofnun. Fullveldið var ekki dýrara en það í hans augum. Það hefur örugglega enginn stjórnmálamaður á Íslandi verið meir skaðvaldur en hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband