8.11.2010 | 22:48
Til hvers alþingi ?
Ef litið er á þá "staðreynd" að meirihluti alþingis myndar ríkisstjórn og ríkisstjórn á í flestum tilfellum greiðann aðgang að meirihluta aðkvæða þingmanna þá spyr maður sig "til hvers alþingi?".
Það væri e.t.v ódýrara að sleppa því einfaldlega og hafa bara ríkisstjórn, jú og kanski forseta sem segjir nei endrum og sinnum.
Það hlítur lika að vera aumt hlutskipti að vera alþingismaður, tilheyra meirihluta, og "verða" að segja já við öllu sem forusta eigin flokks leggur til, nebbilega ríkisstjórnin. Umhverfi alþingismanna er þannig ekki til þess fallið að atkvæði þeirra teljist trúlegt öllum tíðum.
Ég hef sagt það oft og segji það enn, alþingi á ekki að mynda ríkisstjórn. Ríkisstjórn á að vera sjálfstæð eining, kosin sjálfstæðri kosningu. E.t.v væri nóg að kjósa leiðtoga hennar líkt og við þekkjum úr ameríkuhreppi og víðar.
Meira um alþingi, þá talandi um stjórnarandstöðuna. Þessi hópur fólks má sín lítils gagnvart ægivaldi ríkisstjórnar með meirihluta að baki sér. Eina virka stjórnarandstaðan undanfarin mörg herrans ár eru flölmiðlar, og þó við getum efast um gæði þerrar stjórnarandstöðu held ég samt að virkni "hennar" sé talsvert meiri en hinnar eiginlegu stjórnarnadstöðu.
Ég hef sagt það áður og segji það enn, alþingi á ekki að mynda ríkisstjórn.
Um bloggið
Þórður Bragason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.