Ekki hrifinn af þjóðaratkv... en í þetta skipti, Já takk.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er fyrir mér meðaltal af geðþóttaákvörðunum.  Við sáum það þegar kosið var um stækkun álves í Hafnarfirði á sínum tíma.  Sem Hafnfirðingur kaus ég um það en viðurkenni að mitt atkvæði var ekki mjög faglega ígrundað.  Ég hefði e.t.v þurft að ráða nokkra vel mentaða einstaklinga í vinnu hjá mér til að greina hvor leiðin hentaði mér betur til skemmri og lengri tíma.

En nú er e.t.v annað uppi á teningnum, mitt atkvæði fjallar ekki um að greiða eða greiða ekki.  Þeir fyrirvarar sem settir voru hér fyrr á árinu eru á bak og burt, ekki nóg með að ég verði að standa skil á þessu heldu reiga börnin mín líka að eyða fyrri hluta starfsævi sinni í það.  Og sem verra er að stjórnvöld hafa tapað trúverðugleika sínum gagnvart mér og ég treysti því ekki að þetta sé í raun besta lausnin fyrir okkur.

Þess utan tel ég að breyta þurfi stjórnskipun á Íslandi.  Bein kosning verði til ríkisstjórnar, þá líklega bara kosinn forstæisráðherra, eða jafnvel að hlutverki forseta verði breytt í þá veru.
Alþingi heldur hlutverki sínu en flokkar á alþingi myndi ekki meirihluta né ríkisstjórn.

Áfram Indefence.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Einmitt. Þessi stjórnskipan sem þú ferð yfir í mjög grófum dráttum er í takt við það sem ég vildi sjálfur sjá.

Það er mjög margt sem gerir það að verkum að maður vill sjá þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli. Ég held þó að mat þitt á atkvæðagreiðslu þjóðarinnar sé illa ígrundað. Í sumum málum er mikillar sérþekkingar krafist, á meðan í öðrum málum snýst málið um huglægt mat á heiðarleika, sanngirni og réttlæti eins og Icesave málið. Og þegar að þannig málum kemur treysti ég þjóðinni margfalt betur en þeim sem sitja á þingi. Það fólk er ekkert merkilegra en meðalmanneskjan í samfélaginu, og í mörgum tilfellum er um að ræða verulega lakari kosti en Jón Jónsson af götunni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.1.2010 kl. 07:05

2 identicon

Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:29

3 identicon

Mér þykir þessar breytingartillögur þínar alger almenn skynsemi og enn veit ég ekki um neinn sem hefur einu sinni reynt að rökstyðja gegn þeim... vegna þess að þær eru svo augljóslega í rétta átt.

Það eina sem ég er ósammála þér um er að þjóðaratkvæðagreiðslur séu almennt ekki góð hugmynd. Mér þykir þú hafa verulega oftrú á hæfni yfirvalda umfram hæfni almennings til að taka þessar ákvarðanir. Þó erum við sammála um allt hitt sem þú nefnir og þykir mér mikilvægara í sjálfu sér.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 362

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband