Fréttaflutningur á RÚV - Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni

Ég horfði á Kastljós í sjónvarpinu í gær.  Ágætt viðtal við 3 aðila, einn hagfræðing, einn lögfræðing og stjórnmálasálfræðing.  Hagfræðingurinn benti á nauðsyn þess að ganga frá Icesave hið fyrsta, bið kostaði mikið.  Lögfræðingurinn benti á að okkur bæri engin skýr lagaleg skylda til að greiða.  Stjórnmálasálfræðingurinn kom öðruvísi inn í umræðuna, ekki rakið hér.

Í 10 fréttum RÚV var fjallað um málið, vitnað í hagfræðinginn en birtar myndir af Frönskum hagfræðingi sem var í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils ásamt Evu Joly.  Ég gat ekki anna en munað hvað sagt var í kastljósinu en þarna var greinilega verið að koma ummælum hagfræðingsins í Kastljósinu yfir á þann franska sem hefur talað öðru máli, þ.e að regluverkið miði ekki að því að við ættum að greiða þetta.

Málflutningur Franska hagfræðingsins hentar ríkisstjórninni ekki og því virðist svo að þarna sé um mjög hlutdræga fréttatilkynninguað ræða, og við popúlarnir borgumfyrir það.  Takk fyrir.

Ég vil líka benda á að hlutverk fjölmiðla er stórt og ábyrgð er mikil.  Umfjöllunar-slys eins og við upplifðum fyrir síðustu kosningar meiga ekki endurtaka sig. Það var að sjálfsögðu fáránlegt að undirleggja alla umræðu með umræððum um styrkjamál, man einhver eftir því, hefur eitthvað verið fjallað frekar um það, mátti það bíða???  Þetta voru mikilvægurstu kosningar sem Íslenska þjóðin hefur gengið tíl og þá var engin ástæða til að ræða hvað pólitíkusar ætluðu sér, nei það skipti greinilega engu máli.


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband