Röng skilaboð - OKKUR VANTAR TALSMANN

Við erum búin að samþykkja ábyrgðina en með fyrirvörum, eðlilegum fyrirvörum.

Skilaboðin ættu mikið frekar að ganga út á að við séum ekki sátt við vaxtaokur og að gefa frá okkur alla varnarrétti ef einhverjir skyldu vera.

Að sjálfsögðu á líka að koma fram að áoánægja Íslendinga sé að hluta til vegna hryðjuverkalaga sem beitt var gegn okkur, flestir munu skilja að sú ráðstöfun kostaði okkur peninga og afar hæpið að kalla okkur hryðjuverkafólk.

EN, að koma með yfirlýsingu sem inniheldur ekkert annað en að unnið verði að því sama er frekar ódýrt á alþjóðavettvangi.  Hver á að trúa því að þetta náist einhver tíma í gegn fyrst forseti hafnaði því?

Betra hefði verið að tala meira um ástæður þessa, vextina og aðgerðir Breta á sínum tíma.  OKKUR VANTAR TALSMANN.


mbl.is Ísland mun staðfesta ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benni

Hárrétt, okkur hefur alltaf vantað talsmann og bara það hefur kostað okkur tugi milljóna ef ekki milljarða vegna rangra upplýsinga til erlendra aðila.

Af hverju var ekki fengin öflug PR stofa í þetta verkefni?

Benni, 5.1.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Bragason

Höfundur

Þórður Bragason
Þórður Bragason
Höfundur er aksturs íþróttamaður, oft nefndur Rallýhattur eða bara Hatturinn.  Fríður mjög að eigin mati, að sjálfsögðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband